Sumarvídeóið í ár er Heyskapur í Garði – Haymaking in Iceland, gert fyrir Garðsbúið í Eyjafjarðarsveit. Gefur góða innsýn í nútímaheyskap á Íslandi.

Sigurdrífa var fengin til að framleiða eitt stykki vídeó fyrir samkeppni á vegum Lely, sem framleiða mjaltaþjóna.

Skilvindan á N4

11.1.2012

Sigurdrífa hefur stað í ströngu við að framleiða Skilvinduna allt síðastliðið haust. Hafa því hlutir eins og þessi vefsíða setið á hakanum. Á http://www.n4.is/tube/channel/view/17/ er hægt að horfa á þættina, en þegar þessi orð eru rituð eru komnir inn 4 þættir af 6. Hér fyrir neðan eru kitlurnar úr þessum þáttum, en þeir munu væntanlega líta dagsins ljós á DVD síðar á þessu ári, þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum.

 

Nýr þáttur lítur brátt dagsins ljós á N4. Nánari upplýsingar fljótlega, í millitíðinni er best að fara á facebook og skrifa „Skilvindan“ í leit til að finna þáttinn!

Sigurdrífa vinnur nú að afar leynilegu verkefni. Það er enn á undirbúningsstigi en ef allt gengur eftir verður það stærsta verk sem félagið hefur komið nálægt.  Til að gera málið enn undarlegra er sett með þessu innslagi ein mynd sem er að öllum líkindum ómögulegt að sjá nokkuð út úr en kemur þó téðu verkefni við:

Frekari upplýsingar væntanlegar fljótlega.

Lina Eriksson og Rósa María Stefánsdóttir með annað vídeó um alvarlegri þætti reiðmennskunnar. Sem fyrr sér Lina um hestinn en Rósa María kveður og les. Sýnt á Uppskeruhátíð Léttis í nóvember 2010.

Sigurdrífa á góðum degi

Hin mikla drottning Sigurdrífa er öll. Hún fór í stóra hagann á himnum seint í vetur.  Að sjálfsögðu er kvikmyndafélagið enn í fullu fjöri og fer aftur á stúfana on bráðar.

Titillinn segir allt sem segja þarf. Aðalhlutverk og handrit: Jón Gunnar Benjamínsson og Svava Björk Ólafsdóttir. Tekið á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit í janúar 2010 og frumsýnt á Þorrablóti Eyjafjarðarsveitar í lok sama mánaðar.

Það var á fimmtudagskvöldi sem Rósa María Stefánsdóttir hafði samband við mig um mögulega upptöku á þessu atriði.  Það átti síðan að sýna það á laugardagskvöldinu á Uppskeruhátíð Léttis.  Þótt ég væri efins um að tíminn væri nægur þá hafðist það á endanum. Lina Eriksson leikur aðalhlutverkið í þessu „kennslumyndbandi“ en Rósa María er henni til halds og trausts.

Hér er myndband með alls konar mistökum sem urðu til við gerð Hjónabandsmiðilsins.